Um okkur

Enoteca er vín- og matarbar þar sem lögð er áhersla á ítalska matar- og vínmenningu.

Á staðnum má finna mikið úrval gæða vína, sem þó einskorðast ekki eingöngu við Ítalíu, heldur er fyrir hendi frábær vín frá Frakklandi og Spáni. Á Enoteca má finna pasta sem er sérlagað fyrir veitingastaðinn, gæðaskinkur frá Ítalíu og Spáni, samlokur, salöt og aðra sér rétti sem breytast eftir tíma ársins en matseldin er undir styrkri stjórn Sigurðar L. Hall.

Þó svo staðurinn sé undir sterkum ítölskum áhrifum er hráefni þó að hluta til innlent til að tryggja ferskleika, en meðal annars er í boði gott úrval íslenskra osta auk þeirra innfluttu. Þar ríkir einstök stemning þegar degi fer að halla, og þá má gjarnan sjá fólk fá sér platta með ostum og skinkum og drekka gott vín með.

Vín er jú líka matur, eins og Siggi Hall segir.

Opnunartími & staðsetning

Pósthússtræti 5 101, 101 Reykjavík

OPNUNARTÍMI

Mán - Fös
11:00 - 23:00

Lau - Sun
11:00 - 00:00

Eldhúsið lokar klukkutíma fyrr*